mánudagur, ágúst 18, 2003

Ég er að deyja úr harðsperrum... Eftir frækilega göngu á hana Esju á sunnudaginn þá er ég með furðulegustu harðsperrur EVER, hægra læri og vinstri rasskinn eru að drepast!! Ef einhver getur sagt mér hverning hægt er að fá harðsperrur í annan fótinn en ekki hinn þá væri það vel þegið... ég geri passlega ráð fyrir því að ég hafi tekið jafnmörg skref með báðum fótum??

Annars var þetta alveg brilliant ganga, sólbaðsveður og alles. Þegar nálgaðist toppinn skildi ég svo minn lofthrædda hinn helming eftir og fór ein og óstudd sem leið lá upp í mót, urð og grjóð og so videre, alla leið upp á topp bara til að kvitta í gestabókina og drífa mig svo niður aftur - klikkun!!

Vonandi kemst ég bráðlega að því hverning maður setur inn myndir og sona

Engin ummæli: