Sól, sól skín á mig...
Ég held að það sé bara ágætt að vera ekki á Íslandi núna. Sá á mbl að landlæknir og samtök heimilis og skóla voru að hvetja fólk til að missa sig ekki í neikvæðni og eitthvað... það gefur manni einhverja mynd af því hvernig ástandið er heima! Ekki beint beisið...
Og svo bendir hver á annan og Jón Ásgeir talar bara um hvað Geir og David séu miklir glæponar og bara stillt honum alveg upp við vegg! Greyið...
Það sem mér finnst alveg magnað í þessu öllu saman er að í dag beið hópur fólks fyrir utan verslunarmiðstöð til að kaupa leikföng og eitthvað... eruð þið ekki að grínast í mér??? Þetta er bara alveg beyond me!
En yfir í annað og skemmtilegra....
Lífið hér í Perth gengur sinn vana gang, ég læri og læri á meðan David vinnur og vinnur! Veðrið er farið að vera alveg þvílíkt gott! Maður veltir því fyrir sér á þessum góðu dögum hvernig í ósköpunum manni detti til hugar að flytja aftur yfir á norðurhvelið! Um síðustu helgi t.d. var alveg bongó blíða og ég sat úti með anatómíumöppuna að lesa í góða veðrinu. Heyrði svo ísbílinn byrja að syngja fyrir mig... ekki slæmt.
En hækkandi sól fylgir annað og leiðinlegra dæmi... yes... ég er að tala um pöddur!! flugur, moskító, köngulær, fleiri köngulær... maður er alveg hættur að kippa sér upp við að labba inní köngulóarvefi! En um síðustu helgi tók ég mig til og keypti skordýrasprey, svona fyrirbyggjandi dæmi þannig að þær komi ekki inn... spreyaði villt og galið í kringum alla glugga og hurðir og í kringum þvottasnúruna og grillið og svona (það voru 2 huge stórar búnar að búa sér heimili við þvottasnúruna okkar þannig að þegar maður fór að ná í þvottinn þá voru bara vefir útum allt!!). Gallinn við þetta var sá að skordýrin sem voru þegar á þessum stöðum flúðu auðvitað öll inn!! En þar tók við spreyjun með öðru spreyi þannig að núna ætti þetta að vera orðið skothelt!
Rósirnar í garðinum hjá okkur eru orðnar alveg þvílíkt flottar... við erum ekki að tala um neina rósarunna sko heldur alvöru rósir á risa löngum stilkum sem er hægt að klippa og skella í vönd! Trén og blómin hérna niðurfrá eru alveg sjúklega flott, væri þokkalega til í að eiga garð hérna! Allir heimsins litir og blóm sem eru þvílíkt flott... Svo eru líka allar heimsins kryddjurtir bara útí garði fyrir utan alls konar kál og brokkolí og annað grænmeti, sítrónur, granatepli, vínber og mangó er meðal ávaxta-tengundanna í garðinum hjá okkur!
Farin að læra... Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
vá..mig langar að sjá myndir af þessum rósum:D
ég skal vinna í því sæta mín!
Skrifa ummæli