Hallóvín
Akkúrat þessa stundina er ég að skrópa í halloween party hjá einum úr bekknum... eftir að hafa setið í 4 klst á pöbbnum eftir skóla til að fagna skólalokum þá bara nenni ég ekki að fara að gera mig klára í partý... og þar að auki halloween party og búningar og dæmi!
Þessi vika er búin að vera algjört brjálæði... á mánudaginn voru rannóknarfyrirlestrarnir og við vorum að laga okkar fyrirlestur þar til klukkutíma fyrir kynninguna... kennararnir hlæja bara af þessu og segja að það sé alltaf einhver á hverju einasta ári og finnst þetta bara fyndið... við vorum ekki alveg sátt:) En ég er sem sagt búin að læra að búa til eitthvað voða merkilegt úr akkúrat engu þegar kemur að rannsóknum!!! Á miðvikudaginn voru svo fyrirlestrar í anatómíu þar sem við kynntum krufningarnar og þurfum líka að skila inn verkefni um krufninguna. Í gær voru skil á functional rehab verkefni, í dag var svo rannsóknin kláruð (þ.e. greinin sjálf)!! Þannig að það er búið að setja "tikk" í nokkur box þessa vikuna og nú eru bara 4 próf eftir og þá er þetta búið:) Vá hvað ég hlakka til!!
Þessi helgi verður tekin í smá afslöppun, maður er orðinn ansi þreyttur eftir þetta rannsóknarbrjálæði síðustu vikur og veitir ekki af smá fríi fyrir komandi próflestur. Morgundagurinn verður því tekinn í að skella sér á Red Bull Airrace, kíkja í bæinn og eitthvað sniðugt! Spáð 30 stiga hita á morgun svo það skemmir ekki fyrir!
Þetta er að verða búið!! Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli