sunnudagur, september 07, 2008

Skál í boðinu



Það hefur verið lítið um skriftir af minni hálfu a.m.k. en það er síður en svo að það sé ekki frá neinu að segja heldur kenni ég tímaskorti um!

Melbourne ferðin var rosa fín og brúðkaupið alveg geggjað, myndir af þessu öllu saman eru komnar á myndasíðuna. Pabbi hans David flaug svo með okkur hingað til Perth og var hjá okkur í viku áður en hann fór til Englands.

Daginn eftir heimkomuna var ég í prófi í verknáminu, þurfti endilega að lenda á öxl! Fyrsti útlimaliðurinn sem ég sé hingað til og það öxl... og það í prófi! En þetta reddaðist nú:) Verður fróðlegt að sjá feedbackið enda enginn annar en Dr. Steve sem prófaði!!

Á sunnudaginn fyrir viku skelltum við okkur svo út að hlaupa með 36 þús öðrum Perthbúum. Þetta var sem sagt City to surf og í einhverju geðveikiskastinu ákváðum við að taka þátt en þetta er 12 km leið þar sem hlaupið frá miðbænum og niðrá City Beach. Við höfum ekki hlaupið lengra en 3-4 km allt árið þannig að maður fann nú aðeins fyrir því daginn eftir, hélt ég myndi deyja!! En er mjög ánægð með að hafa farið þessa 12 km á 80 mín ca.

Kínverskuprófið (þ.e. Physiology of pain) var svo nokkrum dögum seinna svo það var lært og lært fyrir það, mjög svo painful dagar þar! Prófið gekk vonum framar en svona til glöggvunar þá fjallaði þetta meðal annars um hvernig fosfórun á NMDA göngum losar um magnesíum blokk, opnar göngin svo Ca++ flæðir inn og bla bla bla í central sensitisation.

Á föstudaginn kláruðum við að safna öllum gögnum fyrir rannsóknina þegar síðustu 4 þátttakendurnir voru mældir. Myndin hérna fyrir ofan var tekin við það tækifæri því við skelltum okkur auðvitað yfir á pöbbinn að skóla loknum til að halda uppá það!! Nú tekur þá við að vinna eitthvað úr þessum gögnum en það er annar hausverkur.

Næsta verknám byrjar svo eftir viku og get ég ekki sagt að ég hlakki neitt sérstaklega mikið til... er að fara á Royal Perth. Það tekur ekki nema 2 og hálfan tíma að ferðast fram og til baka með strætó fyrir 4 tíma verknám!! Að auki er þetta aðal rehab spítalinn í perth þannig að við erum að tala um króníska fólkið sem er búið að fara til 10 annarra sjúkraþjálfara og það er bara allt að og gul flögg hægri vinstri... það má svo sem kannski líta á það sem kost, sjáum til!

Við erum alltaf að hnykkja og hnykkja... veitir ekki af að æfa sig, verst að ég er nú frekar hypermobil fyrir... skv O'Sullivan sjálfum þá má búast við 3 mánaða útbreiddum verkjum þessa önnina:)

Fyrir utan námið þá hefur verið rölt um bæinn, farið í partý og gönguferðir. David fór með pabba sínum hingað og þangað á meðan ég sat inni og lærði fyrir kínverskuna!

Veðurfréttahornið eru auðvitað á sínum stað... hér í Perth er alltaf sama blíðan, um 25 stiga hiti síðustu daga. Það er því ekki D-vítamín skorti fyri að fara!! Gashitarinn er á leiðinni inní geymslu og lopapeysan og flísin er komin inní skáp. Elska þetta veður!!!!

David vinnur og vinnur, þessa dagana í dýragarðinum, ekki slæmt djobb það. Fæ nýjar og nýjar sögur um einhverjar slögur og dýr sem hann var að halda á eða gefa að éta á hverjum degi...

Sendi kveðjur heim í haustið héðan úr sólinni:)
Kv Guðný

5 ummæli:

ÍsBirna sagði...

Vá - dugnaðurinn í þér!! Læra læra læra... Og ég á eftir að vinna 1 dag núna og er svo farin í frí í 1/2 - 1 ár!!! Það á örugglega allt eftir að leka út og ég kann ekkert þegar ég byrja aftur!!!
Hvað eruð þið annars að rannsaka í rannsókninni??

Guðný sagði...

Titillinn á rannsókninni er hvorki meira né minna en: "Fatigue characteristics of neck flexor and extensor muscles during isometric endurance tests in patients with postural neck pain". Notum til þess superficial EMG... þau gögn sem við höfum séð so far hafa ekki sýnt neinn sérstaklega mikinn mun á hópunum:( en erum ekki byrjuð að skoða EMG-ið..
Engin meiri vinna hjá þér fyrr en á næsta ári:) Ekki slæmt það... þú kemur svo bara fílefld til baka eftir þetta frí!!

Nafnlaus sagði...

uuu hljópstu virkilega 12 km á 80 min??? ég þarf að hlauka 4,7 km á 30 min til að ná íþróttaprófinu.. og ég gekk þetta á 40 min.. ekki séns að ég nái að skokka.. viltu ekki bara taka þetta fyrir mig.. eða kenna mér góða leið til að verða ekki þreyttur :')

kv.Alexandra

Guðný sagði...

Þetta er auðvelt Alexandra... þú grefur upp svona eins og 35 þúsund manns til að skokka þetta með þér (dressa sig uppí búninga, setja á sig númer og stemming) og þá bara sjálfkrafa heldur þú áfram að skokka og skokka og svo allt í einu ertu alveg að verða komin í mark...

Tóta sagði...

Vá hvað þetta hljómar allt spennadi og erfitt !!!!! greinilega ekkert verið að slugsa með tærnar uppi loft þarna down under
hilsen tóta og có