
Man ekki til þess að hafa sagt frá því hérna á síðunni að þessa önnina erum við að kryfja í anatómíunni. Ég er ásamt 2 öðrum að kryfja lumbar multifidus. Flest sýnin hjá bekkarfélögunum eru svona fótur skorinn af við miðjan legginn og fólk að kryfja ökklann.... okkur sýni... heill maður! 2 bekkjarfélagar okkar eru svo að vinna á hinum helmingnum að kryfja glut max og festuna við ITB. En aftur yfir í okkar krufningu... multifidinn liggur frá L1 og lengst niðrá sacrum... þetta þýðir að það er ansi mikið magn af húð og fitu sem þarf að fjarlægja... alveg frá TL mótunum og niður fyrir rass. Þegar tekið er tillit til þess að sýnið er búið að liggja í formalíni í örugglega nokkur ár þá er þetta ekkert sérstaklega spennandi verkefni. Fitan er alveg einstaklega óspennandi, ýmist hvít, skærgul eins og lýsi eða brúnrauð svipað og vöðvi. Ég er með þessa mynd límda á heilann þessa dagana, risa hvít/gular fitufrumur með skærgulum inná milli og svo húð sem er búið að skera af en hefur ekki farið í gegnum öll lögin... algjör vibbi!! Hlakka mikið til þegar þetta verður allt farið af, í næsta tíma vonandi! Þá verður þetta orðið eins og hvert annað kjötstykki... Erum við sem sagt að fara að skoða multifidann og legu hans og hvernig það passar við rotations componentinn og ýmislegt fleira.
Nóg um það... allt gott að frétta bara. Þrátt fyrir allt þetta góða veður hérna í Ástralíunni þá er ég nú samt að deyja úr kvefi þessa dagana... kenni lifrarbólgusprautunni sem ég var í um (maður veður að finna uppá einhverju til að kenna um). Þessi vika í skólanum er búin að vera róleg enda ekkert verknám svo manni finnst maður hafa allan heimsins tíma. Reyndar er ég líka búin að vera alveg einstaklega kærulaus eitthvað... þarf að fara að taka mig á í lærdómnum!
David vinnur og vinnur, um daginn var hann að vinna á tískusýningu fyrir nýja bikinílínu... erfiður dagur í vinnunni það!! Á morgun flýgur hann til Kalgoorlie til að vinna á veðreiðum en Kalgoorlie er gullnámubær ca 600 km frá Perth. Morgundagurinn mun því fara í lærdóm hjá mér enda af nógu að taka... ætli kínverskan fái ekki vinninginn.
Annars hef ég ekki frá neinu sniðugu að segja, sendi sólarkveðjur heim til Íslands, Guðný
2 ummæli:
Dj... snilld er að fá að kryfja!! Nema kannski formalinlyktin.... Heppin þú að vera svona kvefuð þá!! ;)
Mér fannst þessar krufningar ótrúlega sniðugar fyrst þegar var verið að segja okkur frá þessu en núna finnst mér þetta aðallega hálf tilgangslaust verkefni eitthvað. Þetta bætir alla vega engu við anatómíuþekkinguna... En gaman að prófa þetta engu að síður!!
Skrifa ummæli