þriðjudagur, júlí 08, 2008

Ferðasagan

Já, það var haldið af stað frá Perth á sunnudagsmorgni. Við vorum búin að fá leiðbeiningar um hvernig maður ætti að komst útúr borginni og á þjóðveginn sem kom sér vel;) Ástralir eru svakalegir þegar kemur að vegmerkingum, sérstaklega þegar maður er kominn útí sveit en þá eru skiltin bara á beygjunni og ekkert verið að vara mann við áður maður kemur að henni. En alla vega....

Fyrsta daginn byrjuðum við á að skoða "The Pinnacle Desert" sem er sandur með stórum steinum sem standa uppúr sandinum. Það furðulega er að allt í kringum þetta ca 2fkm svæði er ekkert nema gras, kjarr og tré en svo allt í einu er maður kominn í þessa sandauðn. Við keyrðum svo áfram til Geralton sem er sæmilega stór borg og þar gistum við fyrstu nóttina hjá bróður eins skátaforingjans hérna í Perth. Við ætluðum bara að henda upp tjaldinu einhvers staðar á lóðinni þeirra því þau búa útí sveit á stóru landi en þetta endaði með því að við gistum í gestaherberginu og vorum boðin í mat og alles.

Morguninn eftir var svo haldið til Kalbarri en þar fórum við í Kalbarri national park og löbbuðum slatta og skoðuðum fullt af flottum stöðum, m.a. Natures Window og Z-bend og fleiri flotta staði. Fundum okkur svo tjaldstæði og komum okkur fyrir, skelltum okkur í sund og eitthvað í góða veðrinu:)

Frá Kalbarri fórum við svo til Shark Bay eða Monkey Mia nánar tiltekið. Á leiðinni þangað stoppuðum við á nokkrum stöðum í þjóðgarðinum, sáum m.a. alls konar furðuleg dýr. Við vorum í Monkey Mia í 2 daga en þar hittum við Kasper, Örjan og fjölskyldur (bekkjarfélaga mína). Shark Bay er hvað þekktastur fyrir að vera fullur af Tiger Sharks en við fórum á afar fróðlegan fyrirlestur um vistkerfið þarna. Monkey Mia er aftur á móti þekktast fyrir höfrungana sem koma að landi á hverjum degi til að leika sér við fólkið. Við kíktum auðvitað á þá... magnað hvað þeir koma nálægt landi, þeir voru alveg við fæturna á okkur!! Svo var bara legið í sólbaði og kjaftað við hina bekkjarfélagana á kvöldin.

Á leiðinni frá Shark Bay til Coral Bay skoðuðum við m.a. Shell Beach sem er strönd sem er full af skeljum, enginn sandur. Svo sáum við Stromatolita en þeir voru fyrstu lífverurnar sem komu uppúr sjónum og byrjuðu að framleiða súerfni þannig að við getum sennilega þakkað þeim fyrir tilvist okkar. Við vorum svo í Coral Bay í 2 daga að snorkla og sóla okkur í góða veðrinu. Nigaloo rifið liggur alveg frá Exmouth eða því svæði og niður að Coral Bay og því er afar mikið líf í sjónum þarna nálægt stöndinni. Við sáum fullt af lifandi kóral og auðvitað alls konar fiska. Hittum m.a. Nemo og félaga og fullt af alveg geggjað flottum fiskum og skjaldbökur. Sáum líka Stingray's og fleiri ekki svo skemmtilega fiska en geggjað gaman að sjá þá samt... Við ætluðum að fara í ferð þar sem er synt með Whalesharks og Manta ray's og svo bara almennt snorklað og eitthvað en ferðin var ekki farinn þann daginn vegna veðurs:( Við vorum frekar óheppin með veður í Coral Bay, það var svona hálfskýjað og verkar mikill vindur þannig að það var slatta mikil alda þegar við vorum að snorkla. Svo kom þessi líka mígandi rigning um kvöldið og nóttina!! Í Coral Bay er ekkert nema eitt hótel, eitt bakpokahótel og tjaldstæði, bensínstöð og smá verslunarkomplex með köfunarbúðum og eitthvað og þar er líka eitthvað besta bakarí í Ástralíu held ég bara! Í Coral Bay hittum við James bekkjarfélaga minn og kærustuna hans, þau voru strönduð þarna vegna smá "sundóhapps" sem felur í sér bíllykilinn af húsbýlum, segjum ekki meir.

Frá Coral Bay fórum við til Exmouth og þaðan í Cape Range National Park og Ningaloo Marine Park. Þar var snorklað meira, legið í sólbaði og gengið um þjóðgarðinn. Í snorklinu sáum við fleiri fiskatengundir og öðruvísi kóral, veðrið var geggjað þannig að það var líka safnað brúnku og svona. Á tjaldstæðinu hittum við gamlan krúttlegan kall sem var að crúsa um Ástralíu með konunni sinni í 1 ár og hann var að kenna mér á allar stjörnurnar og hvar maður finnur suður og hitt og þetta. Ástralir eru ótrúlega frábært fólk og hjálpsamt verð ég að segja og þegar maður er kominn útí sveit eru þeir enn þá meira næs. Það var eitt af því skemmtilegasta í þessari ferð að hitta allt fólkið sem er að crúsa um Ástralíu. 95% fólksins á tjaldstæðunum voru Ástralir og 90% þeirra eru retired og skella sér með hjólhýsið sitt og eru í mánuð eða 3 mánuði eða eitthvað á sama staðnum og koma sér alveg þvílíkt vel fyrir með allar græjur sem til eru!

Frá Exmouth héldum við svo aftur suður í átt að Perth, stoppuðum rétt við Canavon á mjög skondnu tjaldstæði við sjóinn. Skoðuðum s.k. Blowholes þar sem sjórinn er búinn að mynda hella í bergið og svo eru göt í gegn þannig að þegar aldan kemur inn "blæs" sjórinn upp í gegnum götin og myndar geðveikan hávaða og auðvitað fruss útum allt.

Næsti dagur fór svo bara í keyrslu nokkurn veginn, gistum í Dongara þá nóttina, tókum smá skoðunarferð um bæinn um kvöldið og eitthvað. Þarna vorum við farin að nálgast Perth það mikið að það var farið að vera frekar kalt!! Daginn eftir keyrðum við svo til New Norcia sem er lítill bær nálægt Perth sem er klaustur. Bærinn allur er sem sagt munkaklaustur. Við fórum í skoðunarferð um bæinn, kíktum á kirkjuna þeirra og fleira. Um kvöldið fórum við svo að biðja með munkunum sem var mjög skondið!!:) Gistum sem sagt í klaustrinu þessa nótt og héldum svo heim til Perth daginn eftir (með viðkomu á KFC).

Daginn þar á eftir var svo skátaútilega sem fól í sér kanó-maraþon og verð ég að taka það fram að ég fékk engar harðsperrur:)

Alla vega... þetta er komið meira en nóg í bili, kem með frekari sögur úr ferðinni einhvern tíma seinna!! Er að vinna í myndunum, það gengur frekar hægt þar sem það tekur hundrað ár að uploda hverja mynd, læt vita þegar þetta er allt komið.

Kv, Guðný

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þið hafið upplifað mikið í fríinu ykkar! Æðislegt að hitta höfrungana og þið hafið örugglega tekið ykkur vel út með munkunum hehe.
Bestu kveðjur til ykkar.
Sibba

ÍsBirna sagði...

Vá!! Greinilega vel nýttur tíminn í fríinu!! Vel gert.. nú fer ég að skoða myndirnar.