laugardagur, maí 31, 2008

Kominn tími á blogg...

Frá því ég skrifaði eitthvað hérna síðast er búið að vera brjálað að gera og búið að setja "check" í all nokkur box... t.d.
- búið að skila inn grant application fyrir rannsóknarverkefnið
- búið að skila inn ethics application fyrir rannóknina
- búið að flytja fyrirlestur um rannsóknina
- búið að klára fyrsta verknámið
- búið að skila inn statistics assignment
- búið að skila inn journal club assignment
- búin með síðasta kennsludag þessarar annar
- búin að eiga afmæli!!!
- búin að vera lasin (eða kannski byrjuð en ekki búin)

Það er örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki þessa stundina! Veikindin eru búin að vera frekar pirrandi... verð að segja að það verður kraftaverk ef ónæmiskerfi mitt nær að vinna á þessu óstutt... sjáum til! Á afmælisdaginn var grillaður lax og rosagott meðlæti auðvitað auk þess sem david var búinn að vera að baka á fullu! Ég fékk rosa flottan leðurjakka í afmælisgjöf frá honum meðal annars. Svo þarf ég að fara og kaupa mér eitthvað flott fyrir afmælispeningana sem ég fékk! Í gærkvöldi fórum við svo út að borða með Karólínu (afmælisbarni sem var 30 ára 28.mai), Guðbrandi, Þorvaldi og Ástu... svakalega fínt kvöld, fengum alveg geggjaðan mat á ítölskum stað... besti matur sem ég hef fengið í Perth held ég bara. Dagurinn í dag hefur farið í svefn og afslöppun, er að reyna að ná úr mér þessum veikindum í eitt skipti fyrir öll! Auk þess veitir manni ekki af smá afslöppun fyrir komandi prófatörn. Er bara svo hrikalega fegin að eiga ekki eftir að læra neitt meira nýtt fyrir prófin að það hálfa væri nóg! Ekki nema 18 dagar þangað til ég verð komin í frí!!

Kv Guðný

1 ummæli:

ÍsBirna sagði...

men - alltof mikið af "búin að" verkum sem þú ert búin með!!! Alltof dugleg!!!
Gangi þér vel í prófunum!! Kv úr rokinu!!