Hellú
Góðan daginn gott fólk, eða kvöldið öllu heldur. Lífið hér í Ástralíunni gengur sinn vana gang, það var sól í dag sem kemur kanski mörgum á óvart... eða ekki. Vikurnar eru farnar að líða ansi hratt og nú er bara 1 vika í páskafrí eða 4 dagar til að vera nákvæm. Er alveg að fíla það!
Skólinn er fínn, nóg að gera og mest megnis skemmtilegt (allt skemmtilegt ef tölfræði og rannsóknaraðferðir eru undanskilin). Fjórar vikur í fyrsta próf... stuð stuð... sérstaklega þar sem ég bara sökka feitt í clinical reasoning sem er verið að fara að prófa í! Gaman að því! Er samt að rúlla upp tækninni, bakið á David mun fá að kenna á mér á morgun...
Annars erum við búin að vera að taka því rólega í gær og dag, í gær var engin kennsla hjá mér þannig að mín mætti uppá bókasafn rétt uppúr 8 og las til 2, skellti mér þá til að sækja um skráningu í ástralska sjúkraþjálfarafélagið sem ég þarf að hafa til að fara í verknám. Síðast þegar ég heimsótti þessa merku stofnun vantaði mig ástralskt police clearance... hafði þá verið hérna í alveg 3 vikur til að brjóta af mér! En í þetta skiptið gekk þetta svo nú vantar mig bara hepatits B skrautu nr 2 og þá er ég bara ready to go í verknámið. Við fórum svo í bæinn, keyptum afmælisgjöf fyrir David (hann á afmæli eftir viku nkl), kíktum í einhverjar búðir og grilluðum svo hrikalega góðan mat um kvöldið. Bekkurinn fór að djamma en við vorum of löt til að drífa okkur á stað eftir allt átið! Í dag fórum við svo á Scarborough Beach og er ég ekki frá því að það hafi aðeins frískast upp á brúknuna.
Á morgun er svo planið að læra, byrja daginn á að fara uppí skóla með David og æfa sig á pelvis og bakinu og mjöðm, taugaskoðun kannski. Svo verður bara lestur eftir hádegi og framá kvöld enda spáð skýjuðu veðri og 26° hita á morgun sem er algjört skítaveður!!
Take care þangað til næst, Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hahaha... skítaveður!! mín er ansi fljót að gleyma sé ég!!
Hihi...já góður! En svo var nú bara þetta fína veður á sunnudaginn, sól og yfir 30 stiga hiti;)
guðný þú ert bara ekkert fyndin.. á íslandi er bara skítaveður, reyndar búið að vera skána upp á síðkastið, fengum heiðskírt og sól og svona, og snjórin er að fara.. en vertu bara ánægð með þinn 26 stiga hita.. ég er sko ekkert ánægð núna..
kv.Alexandra snjóahatari
HÆ skvís!! Alltaf gaman að sjá nýjar myndir. Sé að það er greinilega alveg nóg að gera í skólanum, þú massar þetta.
Gleðilega páska
Knús
Skrifa ummæli