fimmtudagur, mars 06, 2008

G'day

Hérna fyrir sunnan er allt gott að frétta. Brjálað að gera í skólanum og svona, erum búin að vera í mjóbakinu með O'Sullivan sem er snilld. Önnur high-light vikunnar eru SPSS og rannsóknarverkefni... NOT! En talandi um rannsókn þá er titillinn á þessari tilvonandi ritsnilld hvorki meira né minna en: Validation of neck muscle endurance tests in patients with postural neck pain. Er planið að nota EMG til að skoða virkni í hálsvöðvum hjá verkjahópnum og samanburðarhóp í ákveðnum isometriskum testum. Nánar um það síðar.

Ætli helgin fari ekki í lærdóm að miklu leiti en á sunnudaginn erum við að fara á rúbbí leik þar sem Western Force mætir Crusaders frá Nýja Sjálandi. Ég er farin að skilja basic reglurnar í þessari furðulegu íþrótt þannig að þetta veður stemmari.

Annars var pointið með þessari færslu aðallega að tilkynna það að þar sem mig vantar helst svona eins og 35 tíma í sólarhringinn þá geri ég ráð fyrir að David taki að sér ritara hlutverkið og bloggi eitthvað skemmtilegt inná þessa síðu!

Vona að veðrið sé eitthvað að batna heima á Íslandi. Ég er alltaf að senda sól og hita heim en það gengur eitthvað erfiðlega!

Kv, Guðný

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já guðný mín, einhvað gengur það erfilega.. bara 1 ráð við því.. reyna meira:D annars gott að heyra hvað það svakalega gaman i skólanum:P
ég er alltaf að mæta David á msn,, kannski ég byrji bara að spurja hann hvort hann hafi ekki örugglega bloggað,, þá kannski bloggar hann meira og svona :P

annars skila ég bara kveðju á hann og auðvitað þig.. alltaf gaman að lesa bloggin ykkar..

kveðja frá íslandi
Alexandra

Nafnlaus sagði...

Takk esskan... endilega beita smá þrýstingi til að fá blogg og tala nú ekki um að setja inn myndir!!!!
Kv, Guðný

ÍsBirna sagði...

vá!! maður fær bara nettan clausus-fiðring af þessum lestri!! Þú verður sko geðveikt klár næst þegar ég sé þig!!

Guðný sagði...

humm... það má vera að þetta hafi verið aðeins ýkt hjá mér með lærdóminn:) Í rauninni er þetta þannig að ef maður eru duglegur að lesa alla daga og eitthvað fram á kvöld þá getur maður slappað dáldið af um helgar og svona! Sem ég og gerði síðustu helgi...hehe

Unknown sagði...

spss er snilld, er búin að liggja yfir því síðustu vikurnar.
Annars er besta ráðið varðandi tímaleysið að hlaupa hratt í vestur og svo ennþá hraðar til baka, þá hefur þú grætt hellings tíma. Veit reyndar ekki hvort það sé hægt hjá þér, ertu ekki vestast í Ástralíu?? Ef þú hleypur í vestur, endar þú ekki þá á austurströnd Ástralíu, þ.e.a.s. ef þú getur hlaupið yfir sjó. Nú er þessi færsla orðin ansi skrítin!!!!
Tobba

Nafnlaus sagði...

jiii hljómar bara spennandi.... nema spss... rock on... NOT!
Totally forgot that England has a team in cricket... guess that tells how good they are... hehehe... but I think I will definitly show cricket more interest than rugby...
Well, take care
Olof Indverji