Sól, sól skín á mig...
Það heldur áfram að vera heitt... eitthvað um 36 stig í dag. Fór aðeins í skólann áðan og komst að því að við verðum 3 Íslendingar í bekknum, af 20 manna bekk ca. Þorvaldur og Karólína verða líka í náminu. Annars eru 2 Norðmenn, 1 Dani, 2 Írar, 2 Englendingar, 1 Ísraeli, 1 frá Singapore, 2 frá Kanada og einhverjar fleiri þjóðir... sem sagt mjög alþjóðlegur hópur. Kennsla byrjar samt ekki fyrr en eftir 2 vikur og hef það á tilfinningunni að þá muni ég koma til með að loka mig inní skáp og ekki koma út aftur fyrr en í vetrarfríinu í júlí en ég er einmitt í fríi nær allan júlímánuð þannig að nú er um að gera að fara að plana heimsóknir!!!! Bíð spennt...
mánudagur, febrúar 11, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að fylgjast með ykkur í þessu ævintýri. Þurfti smá stund til að fatta "vetrarfrí í júlí" :D Gangi þér rosalega vel í skólanum, þú átt eftir að massa þetta með stæl.
Skrifa ummæli