föstudagur, febrúar 08, 2008

Komin með netið:)

Loksins er internet tengingin up and running! Veit ekki hvar ég á að byrja á fréttaflutningum....

Singapore...
Mjög skemmtileg borg þar sem ólíkir menningarheimar mætast og enginn kippir sér upp við neitt. Þarna er hægt að versla allt milli himins og jarðar, hvort sem það heitir Zara, Diesel eða Prada... you name it, öll heimsins merkjavara er til þarna og heilu mollin selja ekkert nema rafmagnstæki!!! Við hittum Calkel, ex-pinkie, sem fór með okkur útum allt. Skoðuðum nokkur hof, borðuðum alls konar skrýtinn mat og sáum fullt af flottum byggingum etc auk þess sem hann fór með mér í tölvuleiðangur í SimLim þar sem ég keypti tölvuna sem ég er að berja á núna!!! Við fórum á markað sem svipaði nokkuð til allra tælensku markaðanna sem við skoðuðum þeirri skemmtilegu ferð... ég smakkaði m.a. jack fruit og fleiri skrýtna ákvexti. Við borðuðum á Indverskum stað þar sem ég hafði á tilfinningunni að fólk hefði aldrei séð hvítan mann áður... ég stóð mig mjög vel í að borða bara með hægri hendinni!! Það skal viðurkennast að aldrei í lífinu hefði ég farið inná þennan stað af fúsum og frjálsum vilja ef við hefðum ekki verið með Calkel og vinkonu hans (sem er líka skáti og var líka á jamboree)... en maturinn sem við fengum þarna var klárlega besti indverski matur sem ég hef fengið og auðvitað var drukkið sætt te með! Mér varð nokkuð oft hugsað til Ólafar þessa daga í Singapore en hótelið okkar var í hverfi sem heitir Litla Indland.

Perth
Lentum eldsnemma að morgni í þvílíkum hita! Vorum sótt útá flugvöll og keyrð á hótelið en gátum ekki tékkað inn fyrr en seinnipartinn þannig að við fórum í einn garðinn og lögðum okkur undir tré enda ekkert búin að sofa í 2 sólarhringa. Okkur leist mjög vel á borgina við fyrstu kynni.
Daginn eftir vorum við svo sótt til að byrja íbúðaleit. Leigumarkaðurinn hér í Perth er ekki beint til að hrópa húrra fyrir... það erum kannski 5-10 umsóknir um hverja íbúð... þannig að fá íbúð með 1 svenherbergi MEÐ húsgögnum er ekkert grín. Það voru 2 íbúðir í það heila!!! Verðið er svo auðvitað líka eftir eftirspurn þannig að það er gaman að þessu. Við skoðuðum reyndar líka íbúðir án húsgagna (þau er hægt að leigja og alls konar) en á endanum ákváðum við að taka íbúð sem er svo kölluð granny flat (þ.e. sér íbúð í einbýlishúsi... algengt að ömmur eða afar búi sér í húsi fjölskyldunnar). Íbúðin er í rólegu hverfi og stendur við Canning ána á mjög skemmtilegum stað. Það er rúmlega hálftíma gangur í skólann. Það besta við íbúðina var að hún var sú eina sem var með öll húsgögn og líka öll eldhúsáhöld etc, rafmagn og vatn og allt innifalið og hún var líka ódýrust! Erum mjög sátt með þetta! David er búinn að fá vinnu í skóla hérna rétt hjá enn hann er að bíða eftir svari um að fá skráningu sem kennari og eitthvað þannig... fingers crossed! Hann ætti að fá svarið á mánudaginn....

Við erum búin að nota tímann síðan við komum til að skoða okkur aðeins um hérna í nágrenninu og kynnast borginni betur. Fórum á Cottesloe Beach og sóluðum okkur og syntum í Indlandshafinu, erum búin að fara til Fremantle þar sem við kíktum á markaðinn, skoðuðum fangelsið og fleira skemmtilegt. Fórum í dýragarðinn um daginn og fleira í þeim dúr... Ég er auðvitað búin að fara í skólann og ganga frá skráningu í námskeið og fleira þannig. Skólinn byrjar svo á mánudaginn með einhverjum kynningarfyrirlestrum fyrir útlendinga og drasl þannig að það byrjar rólega. Ég fer svo á skyndihjálparnámskeið um næstu helgi og eitthvað fleira.

Ælta að segja þetta gott í bili... er orðin rugluð í hausnum! (var það nú reyndar fyrir!) Set inn myndir fljótlega, er ekki með þær í þessari tölvu...

Over and out Guðný

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ:)
gaman að lesa hvað þið hafði verið að gera:) kannski við krakkarnir leggjum i eitt póstkort til ykkar.. sjáum til.. skemmtið ykkur vel þarna hinum megin á hnettinum.

kveðja úr snjónum og frostinu á íslandi.
- Alexandra

ÍsBirna sagði...

Vá hvað mér líst vel á þetta!! Bíð spennt eftir fleiri pistlum og hvernig skólinn er og svona...
versta veður sem ég hef séð í gærkvöldi og von á annari gusu í kvöld!! Njótið þess vel að lesa fréttirnar og sitja í sólinni á meðan!! tíhí..

Tóta sagði...

hæ hæ Oh hvað það er gaman að heyra í ykkur, hef ekki tíma til að skrifa því ég er að fara að lesa hvað hefur dregið á daga ykkar :) ohhhh verður gaman að lesa um hvað þið eruð að bralla og dagdreyma um að maður sé á leiðinni til ykkar!!! til ÁSTRALÍU
Kári og Emil biðja að heilsa og ég líka:)
kv tóta