Í Leifsstöð
Sit hérna í rólegheitunum á Saga Lounginu í Leifsstöð að hafa það gott fyrir brottför. Búið að vera mikið að gera síðustu dagana. Kveðjupartý með vinum, fjölskyldu, skátunum o.s.frv. Í gærkvöldi borðuðum við rosagóðan mat og höfðum það rosalega notalegt.
Það var mun auðveldara að pakka niður en ég bjóst við... þegar allt var komið niður í tösku var hún bara 13kg! Mín fór þá auðvitað í það að bæta við dóti:) Endaði með 16kg... Handfarangurinn aftur á móti er 12kg ;)
Verðum núna í Englandi í viku og fljúgum svo til Singapore á næsta miðvikudag þar sem við verðum í 2 nætur áður en við fljúgum til Perth.
Knús og kossar og farið vel með ykkur í kuldanum:)
Guðný
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá!!!! Spennandi - fæ fiðring í magann fyrir ykkar hönd!!
En hvernig ferðu að því að pakka bara 28kg fyrir HEILT ÁR???!!!
Sæki hér með um "hernig-á-að-pakka-niður-fyrir-ferðalög-námskeið " þegar þú kemur heim!!!
Hehe... þetta er ekkert mál! Skelli mér bara svo í búðir þegar við komum út:) Ég ég hefði ekki verið með allar þessar bækur þá hefði þetta verið pís of keik!
Skrifa ummæli