Eyjafjallajökull
Ég og Ólöf fórum í æðislega ferð á Eyjafjallajökul í gær. Við lögðum af stað frá Seljavöllum og gengum í þoku og úða en blankalogni. Í 800m hæð vorum við komin að snjólínunni og fórum í línur. Ca 100m ofar gengum við allt í einu uppúr skýjunum og þvílík blíða... þetta veður var með ólíkinum! Við fórum uppá Guðnastein og Hámund sem er að mig minnir 1666m. Skyggnið var kannski ekki það besta þar sem við horfum niður á skýjin en veðrið var svo hrikalega gott að það bíttaði ekki máli. Árni gædinn okkar frá íslenskum fjallaleiðsögumönnum var frábær. Æðisleg ferð í alla staði. Ég er mjög svo skemmtilega sólbrennd, flekkótt í framan og sést greinilega hvar sólvörnin var ekki borin á:) Annars læt ég myndirnar tala sínu máli... Það eru miklu fleiri myndir inná myndasíðunni minni.
En svo gengum við uppúr skýjunum...
Ég og Ólöf með Guðnastein í baksýn
7 ummæli:
Takk fyrir síðast! Við erum nú meiri massarnir!!!! Harðsperrur í gær, nah... er það nokkuð?
Áhugaverður sólbruni sem maður fékk..... með mjög flott hvítt hringfar á eyrnasneplunum eftir eyrnalokkana, rauð þvert yfir nefið og fyrir ofan efrivörina..... gaman að þessu.... Bo)
Ekki harðsperrur en var að drepast í bakinu og er enn eftir mittisólina á bakpokanum sem var utan um klifurbeltið! En sólbruninn er mjög fallegur, nokkrir blettir sem hafa greinilega orðið eftir og hliðarnar á hálsinum... muhahaha
p.s. Ólöf varstu búin að lesa ferðasöguna sem Benedikt sendi okkur link inná? Þvílík snilld, ég grenjaði úr hlátri á meðan ég las þetta...
Dugnaðarforkar!!!
Flottar myndir - massagellur!
hvenær er svo hittingur???
Ógisslega eruði duglegar stelpur!!!! Ekkert smá stolt af ykkur :)
Meiri dugnaðurinn í ykkur dömur!! Eyjafjallajökull er bara æðislegur og Guðnasteinn ótrúlega flottur, útsýnið svo geggjað í góðu veðri. Skemmtilegt magn af sprungum líka á sprungusvæðunum (",) sá einu sinni framenda á Landcruser hverfa oní eina svoleiðis, mjög fegin að vera ekki í þeim bíl þá!!
OMG... hefði ekki viljað vera í þeim bíl! En já, það er ákveðinn fílingur að vera uppá jökli, maður er ótrúlega lítill eitthvað þegar maður sér þessar risa sprungur!!
Skrifa ummæli