sunnudagur, nóvember 12, 2006

Það er mér algjörlega óskiljanlegt að Árni Johnsen sé á leið á þing aftur... Er þetta maður sem fólk vill sjá á Alþingi? Glæpamaður sem stal peningum þjóðarinnar?? Bara á ekki til orð!! En ég ætla ekki að fara að gerast eitthvað pólitísk hér... sleppi því bara að kjósa sjálfstæðisflokkinn í vor!

Fór í Perluna í gær á villibráðarhlaðborð... rosa gott, kannski fyrir utan fólkið á næsta borði við okkur sem var orðið svo drukkið að þau voru farin að syngja ó maría og ó jósep jósep hástöfum!!! Tengi það meira við útilegur en Perluna. En maturinn var góður.

Annars var ég að fatta að það eru alveg að koma jól! Sé fram á að það verði dáldið mikið að gera fram að jólum, næstu 4 helgar fara í námskeið... Bernt um næstu helgi, fös-sun um brjóstbak og axlir og svo helgina eftir byrjar Eyþór með mjóbaksnámskeiðið sem er reyndar bara á laugardagsmorgnum. Þannig að ég bjó til plan, tók svona klásus-skipulag á þetta og skrifaði niður nkl hvað þarf að gera hvaða dag etc alveg til jóla. Hvað á að þrífa hvaða dag, baka, föndra o.s.frv. Svo eru alls konar fundir, tónleikar og jólahlaðborð og allt það. Það á svo eftir að koma í ljós hvort ég fer eftir skipulaginu eða hvað...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála!! Hvað er málið með krimma á þing??
Ekki alveg að skilja þetta..
líst vel á plan - ætti kannski að taka þig til fyrirmyndar!!

Nafnlaus sagði...

Það var í fréttum áðan að það slapp fangi af Hrauninu hér í bænum í gær. Ég heyrði svo í dag að löggan væri hætt að leita að honum því hann myndi finnst á Alþingi eftir nokkur ár - gaman að því =)

Guðný sagði...

Hehe... góður!!!