þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Brjálað að gera!

Námskeiðið um síðustu helgi var mjög lærdómsríkt en langt og miklar upplýsingar á stuttum tíma, eina heilasellan mín er enn að jafna sig eftir þetta. Er orðin expert í pistólugripinu! Er búin að vera að losa brjóstbakið á öllum eins og óð manneskja sama hvað er að fólki;) hehe Hefur meira að segja bara gengið nokkuð vel!! Svo var líka mjög gaman að vakna á sunnudagsmorguninn mæta uppá Reykjalund kl 8.30!!! Gekk ekki betur en svo að festi mig á leið útúr bílastæðinu þótt ég væri á jeppanum... en svo uppgvötvaði ég fjórhjóladrifið og komst á leiðarenda eftir nokkuð ævintýralega för útúr götunni heima og niðrá suðurlandsveginn! Gaman að því... Elska snjó, vil hafa snjó alveg þangað til um páskana!!

Svo eru bara endalausir skátafundir og leikur á morgun og bla bla... alltaf eitthvað, Eyþórsnámskeið næstu 3 laugardaga... Farin að sofa, góða nótt zzzz

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MEN!!! Pistolugripið!! ! Það er svo VONT!!!!!

Guðný sagði...

já, ááiiiiii!! Var 3 daga að jafna mig í höndunum! Er ekki að fara að leggja þetta fyrir mig, nokkuð ljóst!!