mánudagur, apríl 24, 2006

Gleðilegt sumar!

Ég kom heim frá tjallalandi í gær eftir alveg frábært frí. Það er ansi tómlegt hérna heima núna!

Ferðin var einhvern veginn á þá leið að við flugum út á föstudaginn langa eldsnemma, að sjálfsögðu var seiknun á vélinni. Vorum komin til Winchester í eftirmiðdaginn og vorum bara í rólegheitum, röltum í bæinn og eitthvað. Á laugardeginum vorum við í Southampton þar sem ég fór auðvitað beina leið í aðalverslunarmiðstöðina og var þar meirihluta dagsins;) Á páskadag vorum við dugleg og fórum í ræktina sem var alveg galopin (en búðir og svoleiðis var nú samt lokað á páskadag en það var allt opið í föstud. langa) og svo notaði ég restina af deginum til að gúffa í mig nammi og mat, borðaði óteljandi Cadbury's cream eggs og grilluðum um kvöldið, voða gott. Vorum í rólegheitum á annan í páksum að hafa það gott.

Á þriðjudagsmorguninn var brunað eldsnemma útá Heathrow og flogið til Parísar... seinkun á vélinn af gömlum vana! Byrjuðum á því að fá okkur lestarpassa og koma okkur á hótelið, gekk allt eins og í sögu þótt ég væri bara með lítið kort af parís, metro kort og götunafnið á hótelinu. París... hvað getur maður sagt annað en geðveik borg og ég þarf að fara þangað aftur einhvern tíma. Við vorum alveg týpískir túristar, ég með lonely planet bókina og lesandi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og tók líka fleiri myndir en japanarinir! Við skoðuðum allt þetta helsta í miðborg Parísar, Notre Dame, Effelturninn þar sem við fórum uppí topp (minnti dáldið á 87.hæðina í bangkok fyrir ykkur sem voruð þar), Sigurbogann, töltum meðfram Signu (þar sem dúfa skeit í hárið á mér - djöfull mætti skjóta þær allar með tölu ef ég fengi einhverju ráðið), Champs Élysées, sáum Louvre en gáfum okkur ekki tíma til að fara inn, fórum í listamannahverfið, röltum um það og sáum meðal annars Moulin Rouge og Sacré Cæur. Ég gæti haldið endalaust áfram að tala um staði og minnisvarða og allskonar sem var skoðað... svo verð ég líka að tala um bakaríin;) wholy moly hvað þau eru sjúklega girnileg!!!!! Enda tapaði ég mér algjörlega og keypti endalaust mikið af dóti sem var hvert annað betra, svo vara bara sest í einhverjum af fjölmörgum fallegum görðum í pic nic. Borðuðum svo á voða fínu veitingastöðum, fórum meðal annars á grænu sósuna og ég varð ekki fyrir vonbrigðum þar!! Merkilegt samt að þrátt fyrir allan þennan góða mat og bakarí þá sá ég ekki eina einustu feitu manneskju í París, ekki einu sinni túrista! Veðrið var æði, í kringum 16° hiti og sól. Svo flugum við aftur til London og að gömulum vana var aðvitað seinkun á vélinni, gallinn var sá að við vorum komin útí vél og útá flugbraut þegar þeir ákváðu að það væri vélarbilun og þurfum að fara til baka og sitja inní flugvélinni í nokkra klukkutíma á meðan það var gert við! En við komumst samt til London að lokum, bæði dauðþreytt.

Á föstudaginn síðasta var sofið út og svo fórum við aftur til Southampton, minns þurfti aðeins að komast aftur í almennilegar búðir fyrir heimferðina, missti mig dáldið í dótabúðinni enda á ég sætasta frænda í öllum heiminum sem er dáldið dekraður! Á laugardeginum fórum við í ræktina, röltum um bæinn, fórum í bíó, kíktum aðeins á pubbinn en það er ekki erfitt í Winchester því þar eru flestar krár per ferkílómetra í öllu Bretlandi! Svo kom ég heim í gær, það var erfitt að mæta í vinnuna í morgun og var að vinna alveg til kl 6 í dag... en vá hvað svona frí eru góð, maður alveg endurnærist og mér finnst ég bara vera búin að vera í heilan mánuð í burtu! Maður á að gera þetta oftar!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

París er æðisleg borg, fór þangað haustið ´98 minnir mig og gistum í rauða hverfinu rétt hjá Moulin Rouge og röltum einmitt um listamannahverfið og að Sacré Cæur. ohh nú langar mig út aftur!!