mánudagur, febrúar 06, 2006

Mig langar aftur til Tælands.... var að skoða myndir, trúi því varla að ég hafi verið þarna!! Held samt að Bangkok norðursins verði að duga í bili! Var að pæla í því áðan þegar tuk-tuk bílstjórinn fór með okkur ólöfu eitthvað útí buskann í demantaverksmiðju í staðinn fyrir að keyra okkur í mollið... allt af því að þeir hjá demantaverksmiðjunni borguðu honum 7l af bensíni fyrir manninn! Svo tókum við líka leigubíl sem keyrði stóran, stóran hring og skilaði okkur út basically á sama stað og við settumst inn... held við höfum tekið skytrain eftir það! Jahh... nema þegar við tókum leigubíl á næsta bar og enduðum á hóruhúsi... Mæli með skytrain!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha..... var búin að gleyma þessu með leigubílinn sem skilaði okkur á sama stað, bara hinu megin við húsið.... men það var gaman!!!

Thorgerdur sagði...

Já, þarf kannski að fá skemmtileg komment og góð ráð... er einmitt á leið til Thailands í vor :)