Ég er alltaf að lenda í einhverju fáránlegu þessa dagana... í dag t.d. var ég að þefa af ilmkerti sem átti að vera með pine lykt, fann ekkert nema brunalykt sem reyndist vera af augabrúninni á mér þannig að núna er ég með hálfa augabrún! Um daginn var ég að gera við jólaseríu sem endaði þannig að rafmangið að húsinu sló út, förum ekki nánar útí það. Í dag lenti ég líka í öðru hallærislegu, skellti mér niðrí Smáralind í hádeginu til að fá mér salatbar og einhver kona spyr hvort hún megi spyrja mig einhverja spurningu sem reyndist vera spurning dagsins hjá Blaðinu, spurningin var hver héldi á fjarstýringunni á mínu heimili... auðveld spurning þegar maður býr einn... ég að sjálfsögðu!! Alla vega kennir þetta mér að taka með mér nesti í vinnuna héðan í frá, mun ekki hætta mér niðrí Smáralind í langan tíma!!
Annars er skemmtileg helgi framundan, jólahlaðborð á laugardaginn með bekknum, þvílíkt góð mæting og ég hlakka mikið til að hitta alla... tjúttbomsurnar verða að sjálfsögðu með í för, annað hæfir ekki partýtröllinu ;) Svo ætla ég líka að skreyta allt hátt og lágt hjá mér og baka og föndra og bara you name it jólaeitthvað... ég ætla að gera það!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahahahahahhaahahahahah mér finnst þetta ýkt fyndið með augabrúnina.
Skrifa ummæli