mánudagur, júní 20, 2005

Komin heim eftir mánaðar ferðalag um Tæland þvert og endilangt!! Þessi ferð ALGJÖR SNILLD í alla staði, landið er frábært og ferðafélagarnir hefðu ekki getað verið betri!! Síðusta vikan var algjör snilld en við lentum í ýmsu furðulegu síðustu 2 dagana okkar í Bangkok, lentum meðal annars á Ping Pong showi sem var ekki svo spennandi svo við fórum strax og báðum leigubílstjórann um að keyra okkur á bar nálægt hótelinu.... við komum inn og skiljum ekkert í því hvað allar þessar konur eru að gera í upplýstum sófum að púðra sig í tíma og ótíma... komumst mjög fljótlega að því að við vorum stödd á hóruhúsi, ætla ekki að fara neitt nánar út í það! Svo tókum við Ólöf Tuk-Tuk í mollið og bílstjórinn fór með okkur eitthvað útí buskann, enduðum í demantaverksmiðju sem hann fór með okkur í því þá fékk hann 5 l af bensíni frítt!!

Þegar við komum útá flugvöll komumst við að því að það var 6 tíma seinkun á fluginu.... við vorum send á hótel og náðum að leggja okkur í 3 tíma. Misstum af iceland express í Köben og eftir mikið vesen bókaði Thai airways okkur með icelandair heim til Íslands. Thai vélinni seinkaði svo enn meira og við vorum því um það bil búin að missa af icelandair vélinni... þutum um allan flugvöll eins og vitleysingar og rétt náðum vélinni... farangurinn okkar varð hins vegar að bíða í Köben og var sendur heim í gærkvöldi.

Næst á dagskrá er útskrift og vinna....

Engin ummæli: