sunnudagur, apríl 17, 2005

Í gær fór ég í bólusetningu fyrir Tæland, fékk samt bara 2 sprautur og þarf þess vegna að koma aftur í 2 til viðbótar í byrjun maí. Vildi að ég hefði einhvern tíma til að láta mér hlakka til að fara... svo er ég að spá í að breyta flugmiðanum, fljúga til Kaupmannahafnar frá Bangkok en í stað þess að fara heim ætla ég að fljúga til London, vera í Englandi í nokkra daga og koma svo heim svona 22. júní :)

Ég er orðin hæfilega stressuð fyrir klíníkina, er búin að fá að vita að ég verð með lítinn strák með spastíska fjórlömun og þarf því að skoða alveg milljón hluti áður en ég skila skýrslunni en get bara hitt hann 3 eða 4 sinnum... ekki svo gott. Núna er ég í vinnunni (ætti að vera heima að lesa greinar fyrir klíníkina) og svo vorum við Ella að hitta Ellu Kollu í morgun útaf BS verkefninu og ég þarf aðeins að laga það, ekki mikið samt. Veit ekki hvar ég á að byrja á öllu því sem ég þarf að gera! Held samt ég byrji á því að hætta að hanga á netinu.

Engin ummæli: