föstudagur, apríl 29, 2005

Ég verð bara að segja ykkur dáldið merkilegt. Ég var að vinna á síðasta sunnudag sem er svo sem ekki í frásögu færandi NEMA HVAÐ að Nágrannar voru í sjónvarpinu, öll serían frá vikunni á undan. Ég horfði sko alltaf á þetta þegar ég var svona 15-16 ára og það rifjaðist bara upp fyrir mér hvers vegna... þessir þættir eru bara algjör snilld!! Núna bíð ég spennt eftir næsta sunnudegi;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha það þarf lítið til að gleðja þig krúttan mín (",)

Guðný sagði...

Já, segðu! Aðal spennan núna er hvort að Susan nái kaþólska prestinum úr hempunni;)