mánudagur, apríl 04, 2005

Í dag eru bara 47 dagar í Tælandsferðina, get ekki beðið! Það alveg brjálað að gera hjá mér og ég sé ekki fram á að geta stoppað til að anda fyrr en 21. maí þegar ég verð komin útá flugvöll og sest upp í vél. Verknámið er komið alveg á milljón og ég er að læra alveg helling, verst að maður hefur ekki tíma til að einbeita sér bara að því! Í næstu viku fæ ég líklega klíníksjúklinginn minn og þá verður slatta stress í svona eins og eina viku. Þegar það er búið verður BS komið í tómt fokk þannig að þá tekur við enn þá meira stress út af því. Tölfræðin hjá okkur er orðin ansi flókin, þetta logistic regression er að gera mig brjálaða! Þar fyrir utan er þetta svo sem bara prósentur og kí-kvaðrat og eitthvað svona frekar einfalt, þetta tekur bara allt tíma (sem ég hef ekki). Er að vinna næstu 3 helgar og svo líka mánudagana... verð að fara að hætta í þessum vinnum mínum þar sem ég er nú búin að fá mér "fullorðins"vinnu!

Annars er það helst í fréttum að David er í heimsókn.... :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ David

Nafnlaus sagði...

Þú rúllar nú upp þessari tölfræði og hefur gaman af (",)

Bið að heilsa David