fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Hvað haldiði að hafi gerst í þessari viku... ég er búin að fara að æfa fjóra daga í röð! Þetta er nýtt persónulegt met og verður örugglega ekki endurtekið næsta áratuginn! Þetta er allt nýja mp3 spilaranum mínum að þakka, það er svo gaman að fara að æfa núna með tónlistina í botni og bara skemmtileg lög!

Annars er það helst í fréttum að ég er að leita mér að vinnu... vandamálið er bara að ég hef ekki hugmynd um hvar mig langar að vinna. Sjúkraþjálfarar eru að fara að segja upp samningnum við TR og mig langar ekkert voðalega mikið að hafa ekkert að gera þegar ég loksins byrja í "alvöru" vinnu!! Þannig að gamla fólkið er skyndilega orðið ótrúlega spennandi kostur! Er einhver til í að ákveða þetta bara fyrir mig og ég mæti þá bara á tilsettum tíma og geri það sem mér er sagt!!

Engin ummæli: