Í gær áváðum við í bekknum í mínum hvert við ætlum í útskriftarferð, við byrjum í 10 daga ferð um Tæland, erum 3 daga í Bangkok og förum svo norður til Chang Mai og til baka. Eftir þetta fljúgum við á eyju sem heitir Koh Samui og verðum þar í 10 daga. Þetta rosa flottur staður og við verðum á þessu hóteli:) Svo erum við nokkur að pæla í að vera bara 7 daga þarna og ferðast svo um Tæland á eigin vegum í 10 daga. Þannig að við verðum kannski í heilan mánuð vúhú!!!! Get ekki beðið, það eru 15 vikur og 3 dagar þangað til við förum:)

BS verkefnið er komið á fullt núna, hellingur sem maður þarf að vesenast í sambandi við það. Ég hef t.d. komist að því núna á síðustu dögum að ég er fegin að ég gerðist ekki tölfræðingur! Þessar tölfræðipælingar eru að gera mig gráhærða! Svo er bekkurinn að fara að gefa út blað sem heitir Þrymill og kemur út árlega og ég er í ritstjórn, það gengur rosa vel og á að koma út í mars.
Svo verð ég bara að segja að Ian sem Meredith valdi í the Bachelorette er mjög myndarlegur OG hann og Meredith eru hætt saman...
3 ummæli:
Vá hvað ég væri til í að skjótast aðeins til Bandaríkjanna núna, tala nú ekki um þegar er farið að snjóa aftur á mann!! Hvað er málið!!
Bara girnilegar myndirnar frá Tælandi púff - ykkur á nú ekki eftir að leiðast þar ;)
Kv Sibban
Já, ég bara get ekki beðið eftir Tælandsferðinni! En hvenær á svo að bjóða manni í heimsókn? :)
Þú ert alltaf velkomin að kíkja í slotið ;)
Skrifa ummæli