fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Þá er endanlega komið í ljós að BS ritgerðin mín er horfin!! Tölvan bara stútfull af einhverjum vírusum og eitthvað vesen! Ég held að það sé ekki hægt að vera eins óheppinn og ég... maðurinn sem ég talaði við sagði mér að ef ég hefði eytt skjalinu alveg og tæmt ruslafötuna þá hefði hann samt getað fundið þetta en af því að skjalið var enn þá í tölvunni en allt í einu orðið tómt þá er ekkert hægt að gera!! En alla vegana þá er ég komin á tíundu síðu í tilraun 2 til að skrifa ritgerðina sem verður bara að teljast nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf. Nú á ég bara 3-4 síður eftir í að vera komin jafn lagt og ég var!

Fór á fyrirlestur um Pilates í gærkvöldi, held að þetta sé rosa sniðugt. Er samt að drepast í spjaldbeininu í dag af því að við vorum ekki á dýnu... sem er ekki svo sniðugt, hef ekki getað setið í allan dag!!

Engin ummæli: