Ameríkuferðin var rosa skemmtileg, okkur tókst að komast á leiðarenda þrátt fyrir seinkun á flugi og fleira skemmtilegt. Ég kom heim með fullt af nýjum leikföngum eins og t.d. tölvuna sem ég er að leika mér í núna, mp3 spilara, nuddbekk (sem vantar nafn þannig að allar tillögur eru vel þegnar) og svo var náttlega kíkt í mollin og svona... victoria's secret stendur fyrir sínu, og godiva súkkulaði líka ef út í það er farið. Annars gerðum við mest lítið annað en að kíkja í búðir og hitta ættingja. Ég er samt algjörlega að fíla Ameríku, þetta er miklu skemmtilegra land en ég hélt að það væri og ég væri alveg til í að ferðast um bandaríkin þver og endilöng. Í Knoxville þar sem ég var eru húsin eins og klippt út úr ameríksum bíómyndum, stór trépallur fyrir framan húsið með ruggustólum og þar sátu konurnar og prjónuðu:)
Þessa dagana geng ég undir nafninu backup meistarinn þar sem mér tókst að taka ekki backup af BS ritgerðinni minni og hún er horfin af tölvunni þannig að ég er að fara að byrja upp á nýtt takk fyrir! Gaman að því. Það eru tvær vikur þangað til ég byrja í næsta verknámi þannig að mér sýnist allt stefna í að ég hafi nóg að gera þangað til!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli