Vegna fjölda fyrirspurna þá vil ég bara koma því á framfæri að ég veit að MR er dottið út úr Gettu betur, mér er alveg slétt sama og megi besta liðið vinna!!
Annars er ég bara búin að vera að vinna í þessu BS dóti, í morgun eyddi ég svona ca 5 klst í að lesa fjárlögin fyrir árið 2005 (by the way án þess að finna það sem ég var að leita að) en þetta er auðvitað afskaplega spennandi lesning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Restinni af deginum var eytt í að dusta rykið af eldgömlum blöðum í kjallaranum í bókasafni Landspítalans. Spennandi ekki satt???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvernig tengjast eiginlega fjárlög og grindarverkir? Getur maður notað kí-kvaðrat til að reikna það út :D
já, sko... maður þarf að byrja á að setja tölurnar allar yfir í exel og svo SAS. Síðan tekur maður parað t-próf fyrir meðaltal og aðhvarfsgreiningu, fær út kí-kvaðrað og abrakadabra... niðurstaða fæst:)
Skrifa ummæli