laugardagur, desember 04, 2004

Vá hvað tíminn líður hratt... verknámið er bara alveg að verða búið! Klínik í næstu viku sem er pínknu ponsu stress því þetta er svona æfing fyrir lokaklínikina hjá okkur sem þýðir að við fengum sjúklinginn bara í síðustu viku og höfum eina viku til að skoða, gera skýrslu og byrja meðferðina. Rosa fínt að fá smá æfingu í þessu.
Ég er ekki frá því að ég sé að komast í jólaskap, er búin að skreyta helling og svona... Rúmar tvær vikur þar til ég fer til Englands, ég er að spá í að fara að sjá Rómeó og Júlíu á West End og svo á auðvitað að skella sér á fótboltaleik á annan í jólum og á útsölurnar...

Engin ummæli: