þriðjudagur, desember 21, 2004

Haldið ekki bara að þessi líka stórmyndarlegi maður hafi birst á tröppunum í kvöld með fullt fangið af jólagjöfum og spurt um mig!! Svona er að vera vinsæll:) Jólagjöfin reyndist vera frá VISA og var auðvitað glæsileg eins og alltaf... hamborgarhryggur, rauðvín, bók (sem heitir Öndvegiseldhús Reykjavíkur - greinilegt að vinnufélagarnir hafa tekið eftir því hvað ég er óhúsmóðurleg!!) og svo fékk ég líka eitthvað dót í eldhúsið í stíl við það sem ég fékk í fyrra, rosa flott.

Ég er að pakka niður, er komin með hálfan fataskápinn út á gólf og er núna að pikka út hvað ég þarf alveg nauðsynlega að hafa með og hvað ekki!

1 ummæli:

Sibba sagði...

Vá geggjuð jólagjöf!!!

Góða ferð til Englands og hafðu það gott þar, bið að heilsa David.