mánudagur, nóvember 08, 2004

Á meðan ég finn mér einhvern voða sætan bakgrunn þá læt ég þetta duga... Ég er internetlaus heima þessa dagana svo það er eitthvað lítið um blogg. Verknámið gengur sinn vana gang, við fáum nýjan sjúkling á morgun og þá fer þetta að verða komin á ágætist tempo með öllum kynningunum og hóptímunum sem við tökum þátt í. Reykjalundur er alveg frábær staður og við erum að læra alveg helling af henni Unni sem er verknámskennarinn okkar! Svo er ég líka með alveg frábæra sjúklinga:)

Mamma er á Flórída og var sett í að kaupa jólagjafir og skólabækur fyrir mig! Svo eru Biggi og Helga búin að vera í Róm svo Gunnar Björn var í pössun hjá okkur pabba um helgi svo það hefur verið nóg að gera.



Engin ummæli: