Ég var að dunda mér við það að breyta útlitinu á síðunni... rosalega finnst mér ég vera orðin klár í tölvumáli!!
Annars er bara fullt að gerast... David fór heim í gær svo ég er aftur orðin alein og á ekki eftir að hitta kallinn aftur fyrr en um jólin!! En ég hef sko alveg meira en nóg að gera þangað til og á ekki eftir að hafa mikinn tíma til að vorkenna mér sem er mjög gott:)
Verknámið byrjar rosalega vel og ég held að ég eigi eftir að læra heilan helling. Svo erum við líka að vinna í BS verkefninu, það er alveg endalaust hægt að vera að spá í það og lesa greinar í tugatali.
Svo eru fjáraflanir fyrir útskriftarferðina líka á fullu enda ætlum við til Tælands. Næst á dagskrá er að selja kerti og serviettur saman gjafapakkningu fyrir jólin og líka rosalega gott kaffi svo endilega bíðið með að kaupa svoleiðis ef þið eruð eitthvað að spá í það...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli