sunnudagur, september 05, 2004

Hafið þið tekið eftir því hvað helgar eru alltaf fljótar að líða?? Ég var að vinna um helgina og kíkti líka í partý til Ólafar á föstudagskvöldið og svo niðrá Felix þar sem sjúkraþjálfunarnemar hittust. Annars hefur ekkert sérstakt verið að gerast nema ritgerðarskrif sem ganga frekar hægt enda er efnið ekki mjög áhugavert, fræðasýn í geðsjúkdómum og meðferð! Svo er ég búin að vera að stússast í undirbúningi fyrir útskriftarferðina, við erum búnar að fá svakalega spennandi tilboð en það verður ekkert meira gefið upp um það í bili...

Engin ummæli: