fimmtudagur, maí 20, 2004

Eitthvað er þetta mynda dæmi ekki að virka eins og það á að gera...

EN....

Bolir og aftur bolir!! Það er u.þ.b. það eina sem ég hef gert síðustu dagana, að reyna að redda fólki hinum og þessum bolum, síminn er alveg á fullu. Vona bara að við náum að koma sem mestu út strax.

Survivor úrslitin voru algjör snilld... voðalega getur fólk orðið skrýtið þegar peningar eru annars vegar! Hver hefði ekki logið að einhverjum til að vinna?? Og svo var Lex með þessa svaka ræðu en hann gerði nákvæmlega það sama við Ethan, bara öfundsýki held ég! Alla vega fannst mér Rob og Amber alveg hafa átt það skilið að vera í úrslitunum hverning svo sem þau fóru að því að komast þangað, annars var ég að vona að Rupert myndi vinna þetta.

Ég á bara 3 vinnudaga eftir í verknáminu og svo fer ég til Englands eftir viku:)

Engin ummæli: