Ég er alveg hræðilega löt við að blogga!!
Höfuðverkur dagsins í dag er sumarvinna... ætli maður endi ekki í Visa eins og síðustu sumur sem er svo sem bara fínt og ég hef ekkert undan því að kvarta, langar samt líka að hafa þetta svona easy sumar þar sem maður er í einhverri skemmtilegri 8-16 vinnu, frí allar helgar til að fara í útilegur og svona, svo væri náttúrulega ekki verra að geta fengið frí til að skella sér til útlanda ef svo bæri undir en þannig vinnur eru víst yfirleitt með eindæmum illa borgaðar og ég þykist ætla í útskriftarferð sem kostar svona 200 þús kall á næsta ári fyrir utan allt hitt svo manni veitir ekki af peningnum...
Fékk próftöfluna í dag sem er bara fín en ég var líka að uppgvötva að það eru bara 3 vikur í próf... úpps, tími til kominn til að byrja að lesa eitthvað, ég er bara búin að vera í endalausum verkefnum og ekki haft neinn tíma fyrir lestur!
Svo er bróðir hans David og konan hans að koma í heimsókn til okkar um helgina. Þau koma á föstudaginn og stefnan er sett á Þingvelli, Gullfoss og Geysi á laugardaginn og svo Bláa Lónið á sunnudaginn og kannski skreppa á skauta eða eitthvað svoleiðis. Svo verður gert eitthvað skemmtilegt á mánudag og þriðjudag líka :o)
Sem sagt fullt af skemmtilegu framundan...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli