sunnudagur, janúar 11, 2004

Ég er ekkert smá stolt af því að hafa gengið frá öllu jólaskrautinu í dag! Loksins, ég er búin að hlakka til að losna við það í marga daga, var alveg komin með nóg. Reyndar skildi ég eina litla seríu eftir sem ég ætla að leyfa að hanga uppi eitthvað lengur.

Skólinn er kominn á fullt og mér lýst bara ekkert á þessa önn, ég held ég þurfi að loka mig inni einhvers staðar með ekkert nema skrifborð og skólabækur og kannski lítið eldhús ef ég á að lesa allt sem er sett fyrir. Klikkun!! Á morgun verðum við á Reykjalundi allan dagainn í hópæfingum. Svo á ég að vera með bakleikfimitíma fljótlega. Svo er verkefni í barnasjúkraþjálfun í næstu viku þannig að mér á ekkert eftir að leiðast þessa önnina. Svo er ég farin að vinna líka á miðvikudagskvöldum upp í Visa + annan hvern laugardag!

Svo ætla ég að reyna að komast að því hvernig maður setur inn einhverjar skemmtilegar myndir og þannig...

Engin ummæli: