EKKI taka myndina Just Married á video ef þið eruð að spá í að taka einhverja mynd því þetta er sú allra leiðinlegasta kvikmynd sem ég hef séð fyrr eða síðar!!! Ég hélt það væri ekki hægt að gera svona leiðinlegar myndir, þótt svo að Ashton Krutcher sé voða sætur þá er þetta algjört waist á 400 kalli!! En í fyrradag horfði ég á mynd sem kom mjög á óvart, Bowling for Columbine - hún fjallar um byssueign bandaríkjamanna og t.d. er talað um þegar 2 strákar réðust inn Columbine skólann og skutu á þá sem urðu á vegi þeirra sem varð til þess að 13 létust og margir slösuðust. Það var t.d. hálf scary í byrjun myndarinnar þar sem var sýnt að í ákv. banka í bandaríkjunum færðu byssu þegar þú opnar reikning hjá þeim!!! Það dugar sko ekkert fílófax og merktur penni, ó nei!! En svo horfði ég líka á Two Weeks Notice og það var mjög sæt og skemmtileg mynd, svona týpísk Hugh Grant mynd, mæli með þeim...
Svo fór ég á Úlfljótsvatn í gær að þökuleggja með Bigga brósa og fór að sjá Grease í gærkvöldi sem var mjög skemmtilegt en einum of mikil unglingasýning fyrir minn smekk enda fílaði ég mig eins og ég væri amman á sýningunni.
Í dag er ég svo búin að vera að undirbúa mig andlega undir að byrja í skólanum kl 8 í fyrramálið... jíbbííííí
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli